
Invercote Albato.
Framleitt hjá Iggesund Bruk í Svíþjóð.
Þríhúðuð glansandi framhlið og létthúðuð mött bakhlið. Vegna marglaga kemískrar kvoðu er Albato (og aðrar gerðir Invercote) sterkari og endingarbetri en karton úr trénaðri, endurunninni eða einfaldari kemískri kvoðu. Þetta, ásamt frábærum prent- og broteiginleikum, gerir Albato að sérlega góðu efni í hágæða umbúðir.
Á lager í 250 og 290 g/m2.
Notkun:
Öskjur
Möppur
Kort
Kápur
Merkingar

Invercote Creato Matt.
Framleitt hjá Iggesund Bruk í Svíþjóð
Þreföld mött húðun á báðum hliðum tryggir afburða prentgæði. Sérstök húðun og marglaga kemísk kvoða koma í veg fyrir gulnun. Auk venjulegrar prentunar gengur vel að prenta Creato í flestum stafrænum prentvélum.
Á lager í 260 - 400 g/m2
Notkun:
Kápur
Möppur
Kort
Merkingar
Bæklingar

Invercote G.
Framleitt hjá Iggesund Bruk í Svíþjóð.
Þríhúðuð mött framhlið og hvíttuð bakhlið. Gæðaviðmið í umbúðaframleiðslu vegna styrks, prentgæða og frábærra eiginleika fyrir brot, upphleypingu og álímingu. Hentar vel til prentunar í flestum stafrænum vélum, auk venjulegrar prentunar.
Á lager í 220 - 330 g/m2. Einnig með plasthúð á bakhlið.
Notkun:
Öskjur
Möppur
Kort
Kápur
Merkingar

Carta Integra.
Framleitt hjá Metsä Board, Äänekoski, í Finnlandi.
Hvítt húðað karton. Tvöföld húðun á framhlið og einföld á bakhlið. (CC1) Blanda af kemískri og vélslípaðri kvoðu í burðarlögum gefur aukna þykkt og stífleika miðað við þyngd. Gott að prenta á báða hliðar og mjög góðir broteiginleikar. Hentar vel til prentunar í flestum stafrænum prentvélum, auk venjulegrar prentunar.
Á lager í 170 - 250 g/m2
Notkun:
Kápur
Möppur
Kort
Öskjur
Merkingar

Lessebo Premium Packaging E-flute
E-flute bylgjupappi úr vönduðum karton með E-bylgju í miðju. Svartur eða hvítur með samlitu milliborði.
E-bylgjan gefur mikinn styrk og stöðugleika þó hún sé aðeins um 1,5 mm þykk.
Á lager í hvítu 1,60 mm og svörtu 1,56 mm.
Framleiddur hjá Lessebo Bruk í Svíþjóð.
Öskjur
Standar
Skilti
Kápur

Colorit
Gegnlitaður tré- og klórfrír pappír frá Lessebo Bruk í Svíþjóð. Úrval lita er eitt það besta sem býðst í Evrópu. Fæst bæði sem offset- og ljósritunarpappír.
Á lager 80 - 270 g/m2
Notkun:
Kápur
Möppur
Föndur
Merkimiðar
Spjaldskrár
Kjörseðlar