
GÓÐUR PAPPÍR Í 80 ÁR.

Invercote Creato Matt.
Framleitt hjá Iggesund Bruk í Svíþjóð
Þreföld mött húðun á báðum hliðum tryggir afburða prentgæði. Sérstök húðun og marglaga kemísk kvoða koma í veg fyrir gulnun. Auk venjulegrar prentunar gengur vel að prenta Creato í flestum stafrænum prentvélum.
Á lager í 260 - 400 g/m2
Notkun:
Kápur
Möppur
Kort
Merkingar
Bæklingar

Invercote G.
Framleitt hjá Iggesund Bruk í Svíþjóð.
Þríhúðuð mött framhlið og hvíttuð bakhlið. Gæðaviðmið í umbúðaframleiðslu vegna styrks, prentgæða og frábærra eiginleika fyrir brot, upphleypingu og álímingu. Hentar vel til prentunar í flestum stafrænum vélum, auk venjulegrar prentunar.
Á lager í 220 - 330 g/m2. Einnig með plasthúð á bakhlið.
Notkun:
Öskjur
Möppur
Kort
Kápur
Merkingar

Carta Integra.
Framleitt hjá Metsä Board, Äänekoski, í Finnlandi.
Hvítt húðað karton. Tvöföld húðun á framhlið og einföld á bakhlið. (CC1) Blanda af kemískri og vélslípaðri kvoðu í burðarlögum gefur aukna þykkt og stífleika miðað við þyngd. Gott að prenta á báða hliðar og mjög góðir broteiginleikar. Hentar vel til prentunar í flestum stafrænum prentvélum, auk venjulegrar prentunar.
Á lager í 170 - 250 g/m2
Notkun:
Kápur
Möppur
Kort
Öskjur
Merkingar

Lessebo Premium Packaging E-flute
E-flute bylgjupappi úr vönduðum karton með E-bylgju í miðju. Svartur eða hvítur með samlitu milliborði.
E-bylgjan gefur mikinn styrk og stöðugleika þó hún sé aðeins um 1,5 mm þykk.
Á lager í hvítu 1,60 mm og svörtu 1,56 mm.
Framleiddur hjá Lessebo Bruk í Svíþjóð.
Öskjur
Standar
Skilti
Kápur

Colorit
Gegnlitaður tré- og klórfrír pappír frá Lessebo Bruk í Svíþjóð. Úrval lita er eitt það besta sem býðst í Evrópu. Fæst bæði sem offset- og ljósritunarpappír.
Á lager 80 - 270 g/m2
Notkun:
Kápur
Möppur
Föndur
Merkimiðar
Spjaldskrár
Kjörseðlar

Conqueror.
Mjög vandaður pappír og karton frá Arjo Wiggins á Bretlandi. Framleiðsla Conqueror hófst árið 1888 í London. Alla tíð síðan hefur úrvalið verið aukið og endurbætt, enda er þetta eitt þekktasta vörumerki heims þegar kemur að fyrsta flokks bréfsefna- og kápurpappír (text and cover), og umslögum.
Á lager í 90 - 300 g/m2. Með og án vatnsmerkis.
Notkun:
Bréfsefni
Boðskort
Nafnspjöld
Kápur
Möppur
Umslög
Matseðlar
◄
1/1
►
Ólafur Þorsteinsson ehf. - Sími: 568-8200 - Netfang: ispapp@ispapp.is - Veffang: www.olafurth.is - Heimilisfang: Vatnagarðar 4, 104 Reykjavík.